Mörkun brugghúss

Mörkun brugghúss

KEX brewing

KEX brewing er nýtt brugghús og nýr angi af KEX fjölskyldunni. Hugmyndin á bak við brugghúsið er að brjóta upp hefðina sem hefur myndast í kringum íslenska bruggmenningu; að handverksbjór sé ekki bara fyrir fámennan hóp bjórnörda, heldur fyrir alla sem elska góðan bjór.

Til þess að fanga andann og metnaðinn á bak við þessa hugmyndafræði leituðum við í andarök þar sem hópar fólks hafa viljað brjóta upp normið – verið í einhverskonar andófi við hversdaginn. KEX brewing er lifandi og síbreytilegt en ekki óhagganlegt.

wwwkex_1x1.jpg
manifesto_1x1_ny.jpg

Það er þessi afstaða vörumerkisins sem var svo frelsandi og skemmtileg í hönnunarferlinu. Verk Gunnars Þórs Arnarsonar prýða bæði bjórana og ásýnd vörumerkisins. Klippimyndastíllinn er tækifæri til að blanda saman hráefnum og hugmyndum og búa til heim þar sem ótrúlegustu hlutir verða mögulegir. Hver og ein bjórtegund sem KEX brewing bruggar hefur einstakt bragð, áferð og sögu og var markmiðið að skapa heila veröld í kringum hverja tegund.

Allt í allt hafa verið bruggaðir sjö ólíkir bjórar með sína ólíku ásýnd sem tengjast þó allar í sameiginlegum myndheimi. Við hönnuðum einning vefsíðu í kringum vörumerkið þar sem má finna upplýsingar um bjórana, manifesto KEX brewing og fleiri klippiverk.