Myndmerki

Myndmerki

Tern Systems

Tern Systems er dótturfyrirtæki Isavia en útlit og merki fyrirtækisins hefur hingað til ekki verið í neinum tengslum við útliti móðurfélagið. Markmiðið með nýju merki var því að færa Tern Systems nær myndheimi Isavia.

tern_2_1200x1200.jpg
tern_3_1200x1200.jpg

Tern er enska orðið yfir kríu og er krían stór partur af myndmáli merkisins. Hughrifin í hönnuninni eru sótt í andartakið sem krían svífur yfir vatnsborðinu, undirbúin undir að stinga sér niður. Hún blakar sterkum og grönnum vængjunum á móti klofnu stélinu. Svart höfuð með hvassan appelsínugulan gott horfir stíft og einbeitt niður. Einbeitingin í stöðunni er góð táknmynd fyrir starfsfólk og hugmyndafræði Tern, þar sem nákvæmni og fagmennska skipta öllu.

Það er blár tónn í koksgráa litnum sem vísar í jarðveg Íslands. Hringurinn, línurnar innan hringsins og appelsínuguli goggurinn tengja merkið sterklega við myndmál Isavia, en stendur þó algjörlega sjálfstætt án þeirrar tengingar.