Endurmörkun

Ferskir vindar blása í sveitarfélaginu og í takti við það er stefnumörkun og yfirbragð sveitarfélagsins í endurskoðun og endurnýjun.

badage_x2.png
olf-x15.png

Hið nýja merki Ölfus er stílhreint, fágað og vísar í arfleifð þess án þess að vera gamaldags. Það er óhefðbundið þótt það fylgi reglum skjaldarmerkja sveitarfélaga. 

 

Táknin sem merkið samanstendur af mynda eina heild sem segja sögu. Kanturinn er skreyttur tíglum sem vísa í forn landamerki til afmörkunar. Hafið minnir okkur á bærinn byggðist í kringum útgerð, sólin segir sögu bjartsýni og hins magnaða sjóndeildarhrings og að lokum er það hið einstaka akkeri úr steini sem er mjög einkennandi fyrir Þorlákshöfn. Það heitir á frummálinu dolos og er mikilvægur hluti af sjávarvörnum sveitarfélagsins. Dolosar eru steinar sem krækjast saman og mynda góða lausn til sjávarvarna en hver steinn vegur um 9.3 tonn. 

Sjórinn er hjarta atvinnulífs sveitarfélagsins og því eru það litir hafsins sem eru notaðir í allt kynningar- og bréfsefni. Þessa liti má finna í sjónum eða í nálægð við hann. Það er áskorun að gera byggðarmerki sveitarfélags þannig að sem flestir einkennandi þættir þess fái að koma fram, en þótt við segjum sjálf frá þá tekst það ansi vel í nýja merkinu.