Þau Anna Dröfn Ágústsdóttir, Guðni Valberg og Íris Stefánsdóttir fengu þá snjöllu hugmynd að halda sýningu á verðlaunatillögum sem ekki urðu byggingar og benda þannig á arkitektúr, ólíka valmöguleika og öðruvísi framtíðarsýn, hvernig hlutirnir hefðu mögulega getað orðið. Sýningin var haldin í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, 13. mars til 4. maí 2018.
Viktoria Buzukina, hönnuður hjá Hvíta húsinu, fékk það verkefni að teikna myndir þar sem húsin í öðru eða þriðja sæti birtust í umhverfinu og kölluðust á við sigurtillögurnar sem allir þekkja, svo sem eins og Akureyrarkirkju, Perluna og Ráðhús Reykjavíkur. Viktoría hannaði einnig kynningarefni sýningarinnar.