Valmynd
Reitir hafa um langt skeið lagt alúð og metnað í að halda við og gera upp atvinnuhúsnæði með virðingu fyrir sögu þeirra og með þarfir leigutaka að leiðarljósi. Klæðskerasniðnar lausnir sem þau bjóða kölluðu því á útlit sem væri lipurt og fjölbreytt en samt með rætur í grunnstarfseminni: byggingum. Markmiðið var að aðgreina Reiti frá samkeppnisaðilum, en útlit leigumiðlana þótti heldur keimlíkt. Einnig að skerpa á persónuleika og stefnu vörumerkisins.