Endurmörkun

Endurmörkun

Reitir

Reitir hafa um langt skeið lagt alúð og metnað í að halda við og gera upp atvinnuhúsnæði með virðingu fyrir sögu þeirra og með þarfir leigutaka að leiðarljósi. Klæðskerasniðnar lausnir sem þau bjóða kölluðu því á útlit sem væri lipurt og fjölbreytt en samt með rætur í grunnstarfseminni: byggingum. Markmiðið var að aðgreina Reiti frá samkeppnisaðilum, en útlit leigumiðlana þótti heldur keimlíkt. Einnig að skerpa á persónuleika og stefnu vörumerkisins.

rei-buttons_srgb.png
rei-namecard_x2_srgb_x1.png

Uppruni, eiginleikar, persónuleiki, tónn, kjarni og gildi koma saman í litum, myndmerki, raddblæ, myndastíl, leturgerð og grafík. Tónn Reita er eitt helsta aðgreiningartækið og markmiðið er að vera með lipran og auðlæsan texta frekar en formlegan bransatexta.