Stóra stundin

Stóra stundin

Veitur

Sumarið 2016 urðu ákveðin vatnaskil í íslenskri knattspyrnusögu, eins og við vitum. Við það tilefni birtu Veitur þessa mynd sem sýndi svart á hvítu (eða blátt á bláu) hvernig þjóðin háttaði klósettferðum sínum í leik Íslands og Frakklands. 

veitur-island-frakkland_minni.png
veitur-stofa-allir-fagna-1200x1200.jpg

Fórnfýsi Íslendinga og þrautseigja á sér að sjálfsögðu engin takmörk og því vildum við koma til skila í nýrri herferð fyrir Veitur með hressandi hætti. Myndin hér fyrir ofan var því okkur ómissandi innblástur og raunar kveikjan að herferðinni.

 

Veitur vinna augljóslega ómissandi starf á öllum stórstundum þjóðarinnar.
Þökk sé Veitum getum við öll sturtað niður í hálfleik án þess að hafa nokkrar einustu áhyggjur.