Arion banki stendur á ákveðnum tímamótum. Mælingar sýna að bankinn hefur tekið stökk varðandi ánægju með þjónustu og meðvitund um tæknilega forystu. Þá er rétt að taka það skref að uppfæra útlit, bæði í markaðsefni og ekki síst með nýrri vefsíðu arionbanki.is sem er helsti snertipunktur viðskiptavina við bankann.
Þægilegri bankaþjónusta Arion banka felur í sér að viðskiptavinir bankans spara tíma sem annars hefði farið í ferðir og umstang. Gott dæmi um breytinguna á þjónustunni er að greiðslumat vegna íbúðakaupa styttist úr tveimur vikum í 3 mínútur. Þennan tíma geta viðskiptavinir nýtt í að sinna áhugamálum sínum og fjölskyldu. Af því að þægilegri bankaþjónusta gefur þér tíma.