Týnt kort? Frystu það í appinu

Týnt kort? Frystu það í appinu

Arion banki

Frábærir fídusar kalla á flottar hugmyndir til að segja frá þeim. Þegar Arion bætti „Frysta kort“ við Arion appið þá var ekki um annað að ræða en að gera eitthvað sniðugt og öðruvísi.
 
Eins og nafnið bendir til geta korthafar núna fryst kreditkortin sín í appinu og virkjað þau aftur með einfaldri aðgerð. Þetta getur komið sér vel ef kortið týnist, hvað þá ef grunur vaknar að því hafi verið stolið. Í langflestum tilfellum hafa kortin samt bara lent einhversstaðar utan augsýnar og það voru þau tilvik sem kveiktu hugmyndina.

 

newthumb-frysta2.jpg
newthumb-frysta.jpg

Við ákváðum að endurskapa nokkur algeng dæmi um hvernig kort geta týnst og föndrarar Hvíta hússins fengu að leika lausum hala. Þau söfnuðu saman leikföngum, fötum og töskum og útbjuggu innsetningar fyrir holrýmin í strætóskýlunum. Kreditkortum var síðan komið fyrir innan um dótið. Týnd kort, sem þó var hægt að koma auga á, og um leið minnt á að þegar kortin „hverfa“ er einfalt að stöðva virkni þeirra með „Frysta kort“ og virkja þau aftur þegar þau koma í leitirnar.

Frysta kort í Arion appinu

Frysta kort í Arion appinu

Frysta kort í Arion appinu

Frysta kort í Arion appinu

Frysta kort í Arion appinu

Frysta kort í Arion appinu

Frysta kort í Arion appinu