Valmynd
Of góð
Það var bæði spennandi og skemmtileg áskorun að kynna til leiks alveg nýja vöru frá MS. Vanillublandan er ljúffeng mjólkurvara sem hönnuð er til að vera grunnur í sjeika og eftirrétti þegar maður vill leyfa sér eitthvað sætt og gott.
Markhópurinn er fyrst og fremst yngra fólk á aldrinum 16-25 ára. Markmiðið er að sýna hvernig smá Vanillublanda gerir sjeikinn þinn svo góðan að hann verður eiginlega of góður. Hugmyndin var að ramma þessa tilfinningu inn með skemmtilegum teiknuðum frásögnum af fólki sem elskar Vanillublönduna sína svo mikið að það er tilbúið að fórna heilsu sinni og æru fyrir hana á gamansaman hátt. Því að hún er einfaldlega of góð.