Yfirtaka – Það er ekki nóg að tala um þetta
Yfirtaka – Það er ekki nóg að tala um þetta
Þegar þriðja bylgja COVID-19 reið yfir og farsóttarþreytan var farin að gera vart við sig var ljóst að það þyrfti nýja nálgun á auglýsingaefni til að fanga athygli fólks.
Við þurfum öll að standa saman í stríðinu gegn veirunni og fengum því fyrirtæki landsins með okkur í lið við að koma grunnskilaboðum Almannavarna á framfæri á óvæntan hátt. Við fengum að nýta okkur auglýsingaefni þeirra sem við settum í nýjan búning til þess að koma á óvart og vekja þannig áhuga og umhugsun um þessi mikilvægu mál.
Fjölmörg fyrirtæki voru tilbúin að leyfa okkur að taka yfir auglýsingarnar þeirra og hljóðsetja upp á nýtt með skilaboðum um handþvott, nálægðarmörk og viðbrögð við einkennum. Útkoman var kómísk en sláandi og rímaði vel við grunnskilaboðin: við erum öll almannavarnir.