Endurmörkun Frjálsa lífeyrissjóðsins

Endurmörkun Frjálsa lífeyrissjóðsins

Frjálsi lífeyrissjóðurinn

Vörumerki Frjálsa hafði áður sterka vísun í vörumerki Arion banka fyrir endurmörkun þess. Sérkenni voru lítil og óljóst í markaðsefni að sjóðurinn væri öllum opinn sem gætu valið sér sjóð.
Myndefni var takmarkað sem og önnur byggingarefni vörumerkisins. Því var rík þörf á að skapa sérstakan stíl sem gæti staðið einn og sér og skorið sig frá í samkeppnislandslaginu.

sundkona2x.png
frjalsi-logo-2.gif

Frjálsi hafði góðan kjarna til að vinna út frá til að skapa jákvæða tilfinningalega tengingu við sjóðfélaga - aukið frelsi og vali fyrir almenning þegar kom að lífeyrismálum. Frelsi er sterk tilfinning. 

Upprunalega merki Frjálsa var mávur og ákveðið var að nota súlu í stað hans. Súla er tignarlegur fugl, stór og venjulega félagslyndur og flýgur um í litlum hópum. Allt sem passar við hugmyndafræði Frjálsa.

Litirnir standa fyrir heimavöll fuglsins; himininn. Himininn er síbreytilegur og lifandi. Hann getur verið dökkur og dimmur, en getur líka bjartur og litríkur.

Blái liturinn stendur fyrir mismunandi liti himinsins og skýjanna.
Hvíti liturinn stendur fyrir skýin. Ferskjuliturinn stendur fyrir roðann sem sólin varpar á skýin.

Myndskreytingarnar eru notaðar til að búa til lifandi og abstrakt himinn. Mynstrin eru óregluleg og mjúk. Með auðveldum hætti er hægt að búa til lifandi og fallegan grunn sem súlan, hnífbeitt og stöðug, getur lifað í. Stöðugleiki í síbreytilegu landslagi.