Hluti af heimilinu

Fyrsti hluti nýrrar herferðar fyrir BYKO leit dagsins ljós undir lok ársins 2020. Í henni tölum við til þeirra sem standa frammi fyrir ýmsum verkefnum á heimilinu en gætu þurft smá hvatningu til að koma sér af stað.

Við þekkjum nefnilega flest að fyllast smá kvíða þegar við sjáum lista yfir það sem þarf að gera. Jafnvel bíða verkefnin í mörg ár þar til að lífið beinlínis kallar á að þau séu kláruð. Og stundum verða þessi ókláruðu verk næstum eins og hluti af fjölskyldunni.

BYKO skilur að svona eru hlutirnir og eru til í að miðla af þekkingu sinni og reynslu svo við getum gert þetta saman – þegar við erum tilbúin til að vinda okkur af stað.