Oreo Uppskriftir

Við gerðum nokkur einföld og skemmtileg uppskriftarmyndbönd fyrir Oreo. Hugmyndin var að hvetja fólk til að fá útrás fyrir sköpunargleðina í eldhúsinu og gera sér ljúffenga eftirrétti með því að nota Oreo sem hráefni.

Hugmyndaheimur Oreo er litríkur og gamansamur, en umfram allt er hann þó bragðgóður og einfaldur. Við lékum okkur með sjónarhornin í bláa og bleika tilraunaeldhúsinu okkar og klipptum saman nokkur glettin og skemmtileg myndbönd.