Verum upplýst – verum ON

Endurnýtum, endurvinnum, minnkum sóun, verum umhverfisvæn. Þessi skilaboð dynja á okkur alla daga og allir eru að reyna að gera sitt besta í þeim efnum. Þar fer fremst í flokki kynslóðin sem erfa mun landið. Þetta höfðum við í huga þegar við fórum í herferð fyrir Orku náttúrunnar þar sem markmiðið var að fá ungt fólk sem var að kaupa sína fyrstu íbúð til að velja ON sem raforkusala. Ungt fólk verslar út frá sjálfsmynd. Sjálfsmynd sem byggir á gildum og sýn.

Eitt og sér talar rafmagn sem söluvara ekki til þessara gilda. Rafmagn er óáþreifanlegt og hefur ekki karakter; það er „bara orka“.

Við vöktum athygli og áhuga markhópsins á hvernig það getur farið vel með rafmagnið, nýtt það betur og jafnvel notað minna af því. Þetta skilar sér á endanum ekki bara í vasann heldur er það einnig betra fyrir umhverfið.