Vafrakökur

Persónu­vernd

Vefur Hvíta hússins (og undirliggjandi vefkerfi) safnar ekki sjálfkrafa neinum persónurekjanlegum gögnum um notkun og notendur. Hins vegar er notkun á vefnum mæld með þjónustum utanaðkomandi aðila, sem safna persónuupplýsingum í skilningi persónuverndarlaga.

Umferð um vefsvæðið er mæld með þjónustum frá Google og Vimeo, en þær upplýsingar um notkun sem við hjá Hvíta húsinu höfum aðgang að eru ekki persónurekjanlegar. Tilgangur mælinganna er að afla almennra upplýsinga um notkun (Google Analytics) og að mæla áhorf á myndbönd (Vimeo). Markaðsmælingarnar sýna okkur fjöldatölur – og mögulega samtölur varðandi t.d. aldur og kyn notenda – en eru ópersónurekjanlegar í okkar notkun.

Fyrir þau sem vilja ekki að notkun þeirra sé mæld á nokkurn hátt er skilvirkast að breyta „Do Not Track“ stillingum í viðkomandi vafra og sækja vafraviðbætur á borð við Privacy Badger, enda hafa slíkar breytingar áhrif á öll vefsvæði. Google býður einnig upp á vafraviðbót til að afþakka Google Analytics mælingar auk möguleikans að breyta skráningum notenda í auglýsinganeti sínu, þar á meðal að afþakka þær alveg.