Heilt hús hugmynda

Við fengum okkar fyrstu hugmynd árið 1961. Síðan þá hafa ótal slíkar kviknað. Við höfum skapað vörumerki, mótað ímynd og gert auglýsingar fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins.

Við erum stolt af vinnustaðnum okkar. Þess vegna fengum við viðurkenninguna Fyrirtæki ársins 2020 og 2021 í könnun VR.

Við erum fagleg, hugmyndarík, árangursdrifin og þjónustu­lunduð. Hlutverk okkar er að nota reynsluna, innsæið og sköpunar­kraftinn til að segja áhugaverðar sögur sem skila viðskipta­vinum okkar árangri.