17. Símans

Við fengum það skemmtilega verkefni að bæta smá töfrum við tilboðsdaga Símans sem blásið var til í fyrsta skipti síðastliðinn nóvember. Þá varð hugmyndin að Sautjánda Símans til - hátíð þar sem við gerum vel við viðskiptavinina.

Tengingin við hátíðisdaginn 17. júní er nærtæk, en þar sem talan sautján hefur þess utan fáar áþreifanlegar tengingar höfðum við rými til að leika okkur með töluna sjálfa og búa til sjónrænan heim í kringum hana. Völdum búnaði var stillt upp í heillandi rými með hátíðlegum blæ sem vísaði bæði til bláu litatónanna í vörumerki Símans og komandi jólahátíðar.