Ægifegurð fylgir þér

Við slógumst í hóp með Markaðsstofu Reykjaness með það að markmiði að kynna Reykjanes fyrir veröldinni. Við vildum fanga náttúru svæðisins, mannlíf þess og allar hinar fjölbreyttu, spennandi og skemmtilegu upplifanir sem þar má finna í grípandi auglýsingu.

Við gerð auglýsingarinnar fórum við upp í hæstu hæðir og niður í lægstu lægðir, í fjallgöngu og í sjóköfun. Við ferðuðumst bæði á láði sem legi, á kajak og á fjórhjóli. Við sigldum í sjóstangveiði og syntum í samhæfðum sunddans, allt til þess að sýna heiminum hve ævintýralegur staður Reykjanesið er.