Afmælisherferð Bláa Lónsins

Bláa lónið á 30 ára afmæli 2022 og fannst því tilefni til að fagna tímamótunum með Íslendingum. Frá upphafi hefur einlæg forvitni drifið alla nýsköpun og þjónustuhönnun áfram. Það eru töfrar í vatninu og umhverfinu sem þú finnur hvergi annarsstaðar.

Okkur langaði að segja sögu Bláa Lónsins í takt við dulúðina og fágunina sem vörumerkið ber. Því var ákveðið að nálgast frásögnina á ljóðrænan og abstrakt hátt. Í kvikmynduðu efni fylgjumst við með þjóð og fyrirtæki vaxa og þroskast á 30 árum – frá forvitnum og leikandi börnum yfir í nýjar kynslóðir sem kunna að beisla töfra náttúrunnar á sjálfbæran hátt.