Til að fagna 25 ára afmæli Iceland Airwaves þurfti auðvitað eitthvað alveg sérstakt. Kynningarefnið varð að vera eins og hátíðin sjálf: fjölbreytt og óvænt.
Það varð að vera eins og tónlistin: djúpt, litríkt, skapa stöðugt nýjar víddir og spennandi tengingar.
Síðast en ekki síst varð það að hreyfa við þeim sem upplifði það, eins og tónlist gerir.
Útgangspunkturinn sem var unnið út frá var Music is infinite. Útkoman var súrrealískur heimur sem dýpkaði stöðugt og opnaðist. Persónur, form og tákn mynduðu ótal vísanir í poppmenningu og tónlistarsöguna, en hver mynd segir sína sögu innan stærri heildar.
Efnið var útfært í ótal miðla, þar á meðal gagnvirkt efni fyrir skilti og jafnvel prentuð blöð. Þá gátu hátíðargestirk keypt handþrykkt plaköt í takmörkuðu upplagi.
Þannig fögnuðum við spennuna gleðina og frjálsræðið sem einkennir þessa miklu tónlistarveislu.