Allt er gott sem byrjar vel

Sumarherferð ISAVIA 2019 bar nafnið „Allt er gott sem byrjar vel“. Innsæi verkefnisins byggði á rannsóknum sem sýndu að ferðafólk var móttækilegt fyrir því að mæta fyrr á flugvöllinn í upphafi ferðar til þess að gera vel við sig, njóta veitinga, verslunar og þjónustu, og byrja ferðalagið á skemmtilegum og jákvæðum nótum. Að sama skapi snérum við upp á setninguna fyrir erlenda ferðamenn sem voru á leiðinni til síns heima með skilaboðunum „All is well that ends well“.

Þetta innsæi var nýtt í kvikmyndaða auglýsingu og stuðningsefni þar sem fólk var hvatt til þess að mæta snemma á flugvöllinn fyrir frí, ásamt því að ýta undir þá verslun og þjónustu sem til staðar er á Keflavíkurflugvelli. Við framleiddum aragrúa af sérsniðnum  merkingum fyrir rekstraraðila flugvallarins og auglýsingaefni fyrir vef- og samfélagsmiðla.