Besta bankaappið

Arion appið er í sífelldri þróun sem leiðir til þess að mjög reglulega þarf að kynna nýja þjónustu og aðgerðir fyrir viðskiptavinum. Til þess að geta gert þetta á hagkvæman og skilvirkan hátt hönnuðum við „auglýsingaplatform“ sem tekur auðveldlega við nýjum söluskilaboðum en sýnir alltaf hversu einfalt og þægilegt er að nota appið.

Platformið byggir á persónu sem notar appið til að létta sér daglegt líf. Hún nýtur þess að vera í samskiptum við fók sem verður á vegi hennar og deilir með þeim allskyns upplýsingum, en tekst jafnframt að stunda bankaviðskipti með símanum sínum.

Herferðin vann Áruna sem árangursríkasta auglýsingaherferð ársins 2019.