Engjaþykkni hefur lengi verið ómissandi á mörgum heimilum enda tilvalið sem sparimorgunverður, millimál eða eftirréttur. Nú er þessi klassíska vara, sem svo mörg þekkja úr eftirréttalínu Mjólkursamsölunnar, komin í nýjar tveggja hólfa umbúðir með plastloki í stað álloks. Við breytingarnar þótti upplagt að blása nýju lífi í útlitið.
Við fengum það skemmtilega hlutverk að hanna útlitið upp á nýtt og gátum þá leyft okkur smá leik þar sem neytendur eru flest fólk í yngri kantinum sem nýtur þess að fá sér eftirrétt. Ferskt bragð vörunnar og stemningin sem felst í því að hella kurlinu yfir jógúrtina kallaði á glaðlegar, bjartar og lifandi umbúðir. Við umbreyttum einnig leturmerkinu sem gefur vörunni sterkt karaktereinkenni. Eitt það mikilvægasta í umbúðahönnun er einmitt að passa að varan sé vel sýnileg og einkennandi svo auðvelt sé að finna hana í búðarhillum.
Með nýju glaðlegu merki og litríkri grafík þykir okkur hafa tekist vel til, og mælum með að þið leyfið ykkur smá eftirrétt!