Fisherman

Nýlega vorum við fengin til að framleiða auglýsingaefni fyrir hangireykta laxinn frá Fisherman. Við lögðum upp með það að markmiði að skapa mynd- og sagnaheim þar sem varan fengi að njóta sín.


Við hönnuðum og byggðum heilt sett í stúdíóinu okkar svo við gætum fangað hárrétta stemningu – fábrotna, stílhreina, fallega – allt til þess að skapa vörunni hæfandi og náttúrulegt umhverfi. Við skrifuðum handrit sem sagði sögu um uppruna vörunnar, hefðirnar sem skilgreindu hana og einfaldleika framleiðsluferlisins, og völdum réttu röddina til að segja söguna. Við saumuðum þetta svo saman svo úr varð grípandi frásögn um samspil náttúrulegra töfra og mannlegs handbragðs.

Allt kom þetta saman í fallega og áhugaverða heild sem gerir vörunni kleift að skína sem skærast og við erum mjög ánægð með útkomuna.