Gerir allt mögulegt mögulegt

Ljósleiðarinn vildi kynna það metnaðarfulla verkefni sem þau eru þegar byrjuð á: að ljósleiðaravæða allt landið. Markmiðið er að við höfum öll jafnan aðgang að þeim möguleikum sem felast í framtíðinni. Að tækniframfarir framtíðarinnar rati til allra.

En hvernig sköpum við hughrif og eftirvæntingu eftir einhverju sem þú hvorki sérð né getur snert? Sem á við bæði um ógnarhratt streymi upplýsinga um ljósleiðarann, og framtíðina sjálfa.

Við töldum ljóst að það þyrfti að feta óhefðbundnar slóðir og kölluðum til samstarfs einvalalið listafólks úr ólíkum geirum. Við vildum skapa fallegan heim þar sem þræðir tengja saman raunheima, sköpunargleði og möguleika framtíðarinnar. Þannig vildum við sýna hvernig Ljósleiðarinn gerir allt mögulegt mögulegt.

Benedict Andrews leikstýrði og Aron Bergmann bjó til listaverkin úr endalausum fjölda þráða. Eli Arenson var að baki linsunni og Gísli Galdur skapaði hljóðheim og tónlist. Republik sá um framleiðslu.