Gildaherferð Icelandair

Við upphaf samstarfs okkar við Icelandair fengum við það verkefni að kynna uppfærð gildi fyrirtækisins innanhúss. Gildin eru þrjú: Simplicity, Responsibility og Passion. Hugmyndin var að kynna gildin rækilega með því að tengja þau við hversdagslegar athafnir á vinnustaðnum, eins og að fá sér kaffi eða bjóða góðan daginn. Niðurstaðan var breidd merkinga sem náðu yfir allt fyrirtækið og hjálpuðu starfsfólki að festa sér gildin í minni með auðveldum hætti.

Herferðin hefur þegar sannað gildi sitt og hún er meira að segja notuð sem kennsludæmi við virta háskóla í Bandaríkjunum. Það er passion í því.