Gjafabréf Icelandair

Hugurinn reikaði til fjarlægra og framandi slóða fyrir Icelandair þessi jólin og við sköpuðum draumkenndan myndheim þar sem hægt er að pakka heimsþekktum kennileitum inn í gjafapappír og setja þau undir jólatréið.

Við skárum út eftirlíkingar af Effeil-turninum, Empire State byggingunni, Big Ben ofl. og pökkuðum þeim inn í silki með bleikum borða, umkringdum þau skýjahnoðrum og stilltum þeim upp fyrir framan bláa himnasæng.

Við útfærðum hugmyndina líka sem gluggaútstillingu á Laugaveginum svo gangandi vegfarendur gætu látið sig dreyma um næstu ævintýri.