Handan við hornið

Fólk er mistilbúið til þess að heimsækja áfangastaði sem þeir vita lítið um og enda þótt Ísland hafi verið vinsæll og vel þekktur áfangastaður um árabil vitum við að margir vilja frekar ferðast til að njóta lífsins í þekktu umhverfi. Til þess að ná til þess hóps ákváðum við að flytja úrval af Íslandi til Soho í London.

Skilaboðin voru einföld: Ísland er handan við hornið – það er stutt að fljúga til Íslands frá Bretlandi og landið okkar hefur upp á margt að bjóða fyrir hvers kyns ferðamenn.

Viðburðurinn er einn sá stærsti Íslandsmiðaði kynningarviðburður sem gerður hefur verið. Við komum að verkinu með Icelandair, sem fékk Bláa Lónið, Íslandsstofu og 66°Norður til liðs við sig. Samstarfsaðilum okkar í London, Fleishman Hillard og Kit & Caboodle, sáu um framkvæmd og fjölmiðlakynningar ásamt því að sinna hugmyndavinnu og útfærslum með Hvíta húsinu. Útkoman var eftirminnilegur viðburður þar sem Ísland fékk að njóta sín og Lundúnarbúar gátu farið í prufuferðalag til Íslands.