Hekla – endurmörkun

Við fórum í endurmörkun (rebranding) og stefnumótunarvinnu með Heklu sem undanfarin misseri hefur innleitt miklar breytingar á þjónustu sinni og starfsháttum. Breytingarnar gera viðskiptavinum kleift að sækja þjónustu fyrir bílinn á rafrænan og snertilausan hátt enda er stefna fyrirtækisins að mæta mismunandi þörfum viðskiptavina, breyttum áherslum í samfélaginu og vera mikilvægur þátttakandi í orkuskiptunum. Ný ásýnd Heklu endurspeglar þessa þætti.

Nýir litir Heklu eru valdir með orkuskiptin í huga. Við leituðum eftir litum sem finnast í náttúrunni og myndu boða bæði mýkri og nútímalegri ímynd fyrir fyrirtækið en væru einnig trú rótum þess og tengingu við eldfjallið Heklu. Appelsínuguli liturinn sem varð fyrir valinu heitir Kvika og sá blái Næturblár. Nýtt letur og endurhönnun lógósins og íkona var ætlað að einfalda og létta á vörumerkinu til þess að túlka breytta tíma og endurspegla nútímalegt og framfaradrifið fyrirtæki.