Icelandair og Iceland Airwaves eiga sér langa sögu, enda kom Icelandair hátíðinni á fót árið 1999. Þar sem árið 2020 fór eins og það fór þurfti að draga fram gamla frumkvöðlaandann og hugsa í lausnum í nýjum veruleika.
Þegar ljóst var að Iceland Airwaves yrði ekki með hefðbundnu sniði heldur á streymisformi lögðum við höfuðið í bleyti með Icelandair og komumst að þeirri niðurstöðu að íslenski andinn væri ekki síður fólginn í hljóðum landsins en landslagi þess. Til þess að ýta undir þessa nýju sýn á aðdráttarafl Íslands og kjarnann í íslenska andanum ákváðum við að vinna með kviksjárformið. Þannig vildum við ýta undir margbreytileika íslenskrar tónlistar og landslags í lifandi og skemmtilegum sjónrænum heimi sem fangar augað ekki síður en eyrun.
Við framleiddum einnig litlar heimildarmyndir þar sem listamenn Iceland Airwaves: Live from Reykjavík ræddu sinn eigin hljóðheim, innblásturinn og kraftinn í landinu sem brýst út í tónverkum þeirra.
Sjón er sögu ríkari – og það er hlustun líka.