Iceland Airwaves 2022

Icelandair og Hvíta húsið – hreyfa við þér.

Tónlist hreyfir við okkur öllum. Oft á jákvæðan og kraftmikinn hátt, stundum augljósan en líka óútskýranlegan. Við vildum búa til efni sem endurspeglar þennan ofurkraft í kynningarefni fyrir Iceland Airwaves 2022.

Súrrealískur heimur með kröftugum litum Icelandair og myndheim þar sem hversdagslegir en óskyldir hlutir í óvæntum samsetningum ýta undir ímyndunaraflið og skapa eitthvað nýtt og skemmtilegt. Eins og þegar taktfastar hurðir opnast upp á gátt og sýna okkur heiminn, þar sem Ísland byrjar að syngja og flugvél Icelandair flýgur út úr munninum og heimurinn syngur með.

Allt efnið er hreyft á kraftmikinn og óvæntan hátt og Ensími sér um taktinn. Við hönnuðum dansandi plakat og prentauglýsingar (AR), gagnvirka netborða, hreyfða umhverfisgrafík og stuttar sögur fyrir samfélagsmiðla.