Icelandair endurmörkun

Með endurmörkuninni vildum við að vörumerki og gildi Icelandair myndu endurspeglast í öllu efni félagsins, hvort sem er í auglýsinga- og kynningarefni, þjónustu við farþega á netinu, á flugvöllum eða um borð í vélunum. Vörumerki Icelandair hafði ekki verið uppfært síðan 2006, áður en samfélagsmiðlar komu til sögunnar. Því var orðið tímabært að færa vörumerkið til nútímans ásamt því að einfalda það og aðlaga að stafrænum heimi. Vörumerkið virkar nú á öllum miðlum og endurspeglar gildi og ástríðu Icelandair.