Þú finnur það á já.is

Já.is veitir fjölbreytta þjónustu. Fyrir utan upplýsingar um símanúmer þá er þetta öflugasti vefur landsins til að leita að fyrirtækjum og þjónustu, og vöruleitin gerir fólki kleift að finna lægsta verðið á ótrúlegustu vörum.

Allt snýst þetta um að leita og finna. Svo þegar við fengum það verkefni að búa til auglýsingagrunn (platform) fyrir Já.is vorum við fljótlega farin að hugsa um spæjara. Eldklára en kannski pínu sérvitra snillinga sem fólk leitar til þegar það þarf hjálp.

Spæjarinn okkar notar já.is óspart. Fyrir vikið er hún fljót að afgreiða verkefnin sín og hefur nógan tíma til að sinna áhugamálum sínum. Púsla, byggja spilaborgir, en þó fyrst og fremst að æfa sig á thereminið sitt.

Skrifstofan er heimili hennar. Litrík og nútímaleg eins og heimur Já.is, en fullur af vísunum í klassískar spæjarasögur í kvikmyndum, sjónvarpi og bókum.