Komdu með stuðninginn

Hugmyndin að auglýsingu Icelandair fyrir EM kvenna kviknaði út frá umræðunni um æfingavellina sem riðill Íslands fékk úthlutað á mótinu, sem tóku það fáa í sæti að ekki var nægilegt pláss fyrir stuðningsfólk íslenska landsliðsins. Við vildum beina sjónum okkar að stuðnings-fólkinu og hvetja það til þess að sýna stuðning þrátt fyrir aðstöðuleysi og voru skilaboðin einföld: Komdu með stuðninginn. Stuðningur getur nefnilega skipt höfuðmáli upp á gang leiksins – skilið á milli sigurs og taps eða jafnteflis.

Núverandi og fyrrum landsliðskonur tóku þátt í auglýsingunni en þær hafa sýnt að það er ekkert sem stoppar þær.

Auglýsingin var unnin í samstarfi við SKOT og Þóra Hilmars leikstýrði. Hörður Sveinsson tók myndir.

Herferðin sjálf gekk út á að hvetja alla landsmenn til þess að sýna stuðning í verki, ekki bara á stórmóti heldur að staðaldri. Við framleiddum “tagg” til þess að geta komið skilaboðunum sem víðast og tókum yfir skýli, skilti, samfélagsmiðla, strætisvagna og fleira.