Lífið er núna

Við réðumst í fjáröflunarherferð fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Hugmyndin að baki herferðinni er að sýna hvernig það að greinast með krabbamein gefur þér nýtt sjónarhorn á lífið. Það að greinast með krabbamein hefur áhrif á alla í kringum þig og þegar við tökumst á við þetta saman sér maður lífið í nýju samhengi, maður sér að lífið er núna.

Þann 4. febrúar 2021, við upphaf Vetrarhátíðar Reykjavíkurborgar, náði herferðin hápunkti sínum þegar söfnunar- og skemmtiþátturinn „Lífið er núna” var sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpi, útvarpi og netstreymi. Landsþekktir skemmtikraftar tróðu upp á viðburðinum: Ari Eldjárn flutti uppistand og Páll Óskar, GDRN, Sigríður Thorlacius og Valdimar tóku lagið.