MS Léttmál – Grísk jógúrt

Grísk jógúrt í Léttmálslínu MS fékk að klæða sig aðeins upp á dögunum.

Umbúðirnar þurftu bæði að þjóna sem góð aðgreining frá þeim fjölmörgu mjólkurvörum sem fyrir eru á markaðnum og að koma góðu innihaldinu vel til skila.

Form hringdósarinnar var notað í forgrunn þar sem heiti vörunnar kemur fram og litir valdir út frá bragðtegundum sem voru svo túlkaðar með ljóðrænum teikningum til að ná fram tilfinningu um að hér væri um gæðavöru að ræða – sem bragðast líka svo undursamlega.