Piss, kúkur, klósettpappír

Af hverju að flækja það sem er einfalt? Listinn yfir það sem ekki má fara í klósettið og veldur vandræðum í fráveitukerfinu er allt of langur og flókinn. En það sem má fara í klósettið er einfalt: PISS, KÚKUR, KLÓSETTPAPPÍR.

Til þess að hjálpa ykkur að muna það sömdum við lag sem ætlað var að festast sem lím í höfuð landsmanna og teiknuðum grafík sem dáleiðir hvaða auga sem er.

Umhverfisstofnun og Samorka standa að verkefninu í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og heilbrigðisnefndir á landinu.

Markmiðið er einfalt og skýrt: Draga úr rusli í fráveitu og þar með álagi á umhverfið okkar. Á vefsíðunni klosettvinir.is má fræðast enn frekar um verkefnið og horfa á myndabandið aftur og aftur og aftur því það finnst mömmu og pabba svo skemmtilegt.