Plastplan – Hönnunarmars

Icelandair hefur styrkt HönnunarMars í um áratug og langaði að segja frá samstarfi sínu við Plastplan þetta árið. Plastplan er hönnunarstúdíó og plastvinnsla sem stuðlar að fullkominni hringrás plastefna – einmitt í takt við sjálfbærni- og umhverfisstefnu Icelandair.

Björn Steinar Blumenstein, stofnandi og starfsmaður Plastplans, leiddi okkur í gegnum ferlið og sagði okkur frá því hvernig fyrsta afurðin varð til: töskumerking fyrir viðskiptavini Icelandair.