RE-defining Reykjavík

Við söknum ferðamannanna. Töskuhljóðsins snemma morguns á gangstéttum borgarinnar; að þurfa að panta borð á veitingastað til að komast að; litríks fjöldans í miðbænum. Við viljum þetta allt aftur og við viljum að þessir gestir okkar stoppi lengur í höfuðborginni okkar á ferð sinni um Ísland.

Við sköpum Reykjavík skýra sérstöðu í hugum ferðamanna.

Reykjavík er náttúruvæn og græn borg en jafnframt er hún borg menningar, sköpunar og mannlífs.  Við viljum segja heiminum að í Reykjavík megi tengjast náttúru og menningu upp á nýtt — að Reykjavík sé endurnærandi staður sem kemur okkur í samband við allt það sem okkur hefur skort.

Reykjavík eignar sér og stendur á bak við enska forskeytið re-, sem merkir að hefja eitthvað að nýju eða endurtaka. Við leikum okkur með breiddina af jákvæðum og hvetjandi enskum orðum sem byrja á re- og eru á sama tíma táknræn fyrir upplifun í borginni.

Skilaboðin eru að Reykjavík sé staðurinn til að hefja ferðalög að nýju – öruggur og einstakur áfangastaður sem býr yfir öllu því sem fólk þarfnast í nýjum veruleika.