Regluvörðurinn er skemmtilegur leikur þar sem golfurum gefst færi á að prófa hversu vel þeir eru að sér í flóknu regluverki íþróttarinnar. Tryggingafélagið Vörður er sérlegur stuðningsaðili golfs á Íslandi og stendur fyrir Reguverðinum, auk þess að bjóða upp á sérsniðna tryggingu, Golfvernd, sem tryggir búnað og fleira.
Til að vekja athygli á Regluverðinum bjuggum við til kostulegan karakter, sem þó er settur saman af ýmsum persónueinkennum sem golfiðkendur kannast við. Við köllum hann stundum „smásvindlarann“, enda gengur hann eins langt og kostur er til að tryggja sér sigur. Að þessu sinni var útgangspunktur hugmyndavinnunnar: hvað gerist þegar smásvindlarinn er orðinn fullnuma í reglunum? Hvernig getur hann beitt þeim til að ná forskotinu sem hann langar svo mikið að hafa?