Saman gegn sóun

Saman gegn sóun er yfirskrift vitundarvakningarherferðar Umhverfisstofnunar um mikilvægi endurnýtingar, endurvinnslu og nauðsyn þess að takmarka óæskileg áhrif okkar á umhverfið.

Plast eyðist seint í náttúrunni og er skaðvaldur í umhverfi og lífríki. Það eyðist seint. Mikilvægt er að draga úr notkun einnota plasts, og helst að hætta henni alveg.

Í framhaldinu snerum við okkur að fata- og textílsóun. Umfang hennar er gríðarleg, með tilheyrandi mengun og álagi á auðlindir. Fyrsta skrefið í baráttunni er að vekja fólk til umhugsunar, og það var tilgangur herferðarinnar.