Saman í 60 ár

Í tilefni af 60 ára afmæli BYKO á árinu 2022 fengum við það verkefni að hanna sérstakt afmælisútlit á markaðsefni ársins, fjalla um söguna en á sama tíma gefa vörumerkinu nútímalegri blæ. Auglýsingarnar segja allar sögu sem flakkar aftur og fram í tíma. Við rifjum upp tískusveiflur, hlutverk BYKO í framkvæmdum Íslendinga síðastliðin 60 ár og skyggnumst til framtíðar. BYKO ætlar áfram að vera þátttakandi í lífi okkar, eins og afmælisslagorðið segir: Við höfum gert þetta saman í 60 ár og hlökkum til framtíðarinnar.