Síminn endurmörkun

Síminn er rótgróið fyrirtæki sem hefur þróast hratt síðustu ár og býður nú fjölbreytt úrval þjónustu og afþreyingar. Við byggðum á traustum grunni þegar við hófum vinnu við endurmörkun en að lokinni greiningavinnu var stefnt að upplifun vörumerkis sem er bæði fjölskylduvænt, áreiðanlegt og nútímalegt.

Flestir þekkja merki Símans og „símabláa“ litinn, og þess vegna vildum við hafa þau í heiðri. Við skerptum á merkinu og notuðum það sem grunn að sveigjanlegu og nútímalegu umbroti sem nýtist í alla okkar miðla. 

Litapallettan okkar byggir á bláa litnum, og við notum mismunandi bláa tóna til að aðgreina ólíka þjónustu. Við bjuggum til þrívíddarteiknaðan, hreyfðan myndheim sem gefur vörumerkinu ferska og fágaða ásýnd.