Í áraraðir hefur söfnunarátak Vildarbarna Icelandair farið fram með peningasöfnun í sætisvösum flugvéla félagsins. Ákveðið var að fara á flug með styrktarátakið og finna nýjar leiðir til að auka við söfnun Vildarbarna. Útgangspunkturinn var sú leið að leita af íslenskri hönnun sem væri í takt við gildi Icelandair og stefnu. Fyrir valinu var Vaðfuglinn eftir hönnuðinn Sigurjón Pálsson, í samstarfi við Epal og Normann Copenhagen. Vaðfuglarnir hafa orðið eitt af táknum íslensks hugvits og eru seldir um allan heim. Með þessari hönnun sköpum við vettvang fyrir áframhaldandi stuðning við Vildarbörn Icelandair – á nýjan og spennandi hátt. Verkefninu er ætlað að vekja athygli á íslenskri hönnun og styrkja sjóð Vildarbarna Icelandair, ágóði af sölu Vaðfuglsins rennur til sjóðsins. Kaup á fuglinum, sem ber liti úr litaspjaldi Icelandair, er því góð leið til að láta gott af sér leiða og fegra heimilið um leið.