Sparnaður í Arion appinu

Reglulegur sparnaður er ótrúlega góð hugmynd og Arion appið er frábær og einföld leið til að setja hann í gang. Tíminn sér svo um afganginn.

Til að fá fólk til að hugsa um hvernig tíminn vinnur með okkur í sparnaði ákváðum við að vitna í þekkta sálfræðitilraun, enda er hún Vigdís, aðalpersónan í auglýsingum um appið, hafsjór af fróðleik og alltaf til í að segja áhugaverðar sögur.

Umrædd tilraun leiddi í ljós að þau sem geta neitað sér um hluti til skamms tíma í von um meiri ánægju síðar vegnar almennt betur í lífinu. Það sama gildir um sparnað: tíminn vinnur með þeim sem kunna að bíða.