Sumarlaun Arion banka

Snemma í sumar bað Arion banki okkur um að búa til kynningarefni um sumarlaun unglinga. Þau sem lögðu sumarlaunin sín inn á reikning hjá bankanum fengu bónus frá bankanum.

Fljótlega kom upp sú hugmynd að sækja í brunn TikTok samfélagsmiðilsins, sem krakkar á aldrinum 13 til 16 þekkja vel og tengja við.

Við kölluðum Brynju Péturs og dansskólann hennar til samstarfs, hún valdi nokkra nema úr skólanum og kennara til að semja dans í anda TikTok.

Þormóður Eiríksson pródúseraði lagið. Svo var farið út á Klambratún einn sólríkan dag og talið í. Að sjálfsögðu var farið alla leið í TikTokinu og tekið upp á snjallsíma. Útkomunni síðan kastað út á samfélagsmiðlana.