Tengjumst

Síminn er á sannkölluðum tímamótum en fyrirtækið hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum og var orðið tímabært að gefa þeim smá upplyftingu. Í takt við þær breytingar hófum við vegferð að uppfæra markaðsásýnd Símans. Eftir mikla vinnu við að skoða ímynd og endurhanna útlit var það kvikmynduð auglýsing sem birtist sem fyrsti hluti þeirrar vegferðar. Það slær við nýjum tón hjá Símanum sem við hlökkum til að þróa áfram saman og sýna afraksturinn á næstu misserum.

Sími, og síðar tækni, hefur í gegnum árin verið ósýnilegur þráður sem tengir fólk heimshorna á milli og hefur Síminn tengt landsmenn saman í yfir 110 ár. Afþreyingin og aðgengið sem tæknin veitir okkur að hvort öðru er orðin órjúfanlegur hluti af lífi okkar – svo stór hluti að stundum týnumst við í tækjunum og það getur verið erfitt að leggja þau frá okkur. En það er einmitt þá sem dýrmætasti ávinningur tækninnar kemur í ljós.

Auglýsingin sýnir þessi augnablik þegar vandræðlegheit og sambandsleysi milli fólks umbreyttust í einlæg og gefandi augnablik vegna þess að þau fóru að deila upplifunum sín á milli. Þegar við leggjum frá okkur tækin og deilum upplifunum, áhugamálum og ástríðum með hvort öðru, þá fer allt á flug.

Það er svo margt sem tengir okkur saman – við þurfum stundum bara aðeins að grafa eftir því.