Vestmanna­eyjar – alltaf góð hugmynd

Við réðumst í verkefni með Vestmannaeyjabæ með það að markmiði að kynna eyjaklasann fyrir Íslendingum og opna augu þeirra fyrir öllu því sem hann hefur upp á að bjóða sem ferðamannastaður.

Kjarni skilaboðanna er sá að það sé alltaf góð hugmynd að kíkja til Vestmannaeyja. Við tölum af húmor og og notum liti og myndefni sem tákna og einkenna allan fjölbreytileikann og alla möguleikana sem búa í Vestmannaeyjum. Þannig köllum við fram ævintýragirnina sem býr innra með okkur öllum – ævintýraþrá sem fær útrás í Eyjum.