Vöruleit Já.is

Við gerðum herferð fyrir Já.is vöruleitina fyrirtækisins, leitarþjónustu sem sameinar niðurstöður úr fleiri hundruðum íslenskra vefverslana á einum stað, og sköpuðum heila veröld þrívíðra og örvandi hughrifa til þess að vekja athygli á helstu kostum þjónustunnar. 

Hugmyndin byggir á myndefni sem kalla mætti „undarlega notalegt,“ í netheimum — og hrífur áhorfandann með inn í þrívíðan heim þar sem allt gengur smurt og þægilega fyrir sig.

Það svo þægilegt að versla með hjálp vöruleitarinnar, þar sem hún einfaldar manni talsvert umstang með því að sameina allt á einum stað.

Við fengum svo Þormóð Eiríksson í lið með okkur til þess að semja grípandi lag fyrir þennan nýja heim Já.is — og úr varð þessi fullkomni heimur mjúkra og notalegra forma sem maður getur týnt sér í.