VR 130 ára

Þegar VR varð 130 ára tókum við höndum saman og gerðum einstaka afmælisauglýsingu fyrir verkalýðsfélagið.

Meginhugmynd auglýsingarinnar var engin önnur en tíminn – sem var viðeigandi bæði vegna þess að tilefni auglýsingarinnar var afmæli VR, en einnig vegna þess að sem verkalýðsfélag snýst barátta VR um tímann sem við verjum í vinnu. Tíminn er jú okkar verðmætasta eign, og starf VR snýst um að þessi auðlind sé metin að verðleikum.

Auglýsingin grípur áhorfandann með sér í sannkallað tímaflakk. Við sjáum íslenskt atvinnulíf þróast og breytast yfir þau 130 ár sem VR hefur barist fyrir réttindum launafólks – en þó tækni fleyti áfram og atvinnuumhverfi breytist fáum við sterka tilfinningu fyrir því að það sem raunverulega skipti máli sé alltaf hvernig við verjum tímanum okkar.